Útilíf

Útilíf er öflugt og rótgróið íslenskt smásölufyrirtæki með íþrótta- og útivistarvörur.

Útilíf er öflugt og rótgróið íslenskt smásölufyrirtæki með íþrótta- og útivistarvörur en fyrirtækið var stofnað árið 1974. Verslanir Útilífs hafa á að skipa íþróttavörudeild, barnadeild, skódeild, útivistardeild, sunddeild, skíða- og snjóbrettadeild, veiðideild og hjóla- og hjólaskautadeild.

Mikil áhersla er lögð á vandað vöruúrval og bestu mögulegu gæði, en einnig vörur í ýmsum verðflokkum en þar af leiðandi ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi í verslunum Útilífs. Útilíf vill veita viðskiptavinum sínum afburða þjónustu og kappkostar því að í öllum deildum starfi sérfræðingar á viðkomandi sviði.

Verslanir Útilífs eru tvær og báðar starfræktar á höfuðborgarsvæðinu, í verslunarmiðstöðvum Kringlunnar og Smáralindar.

 

Útilíf                                          Kringlunni - Smáralind

Sími: 545-1500
Rekstrarstjóri:
Hörður Magnússon

 


  • Útilíf Smáralind
Þetta vefsvæði byggir á Eplica