Bananar

Bananar eru stærsti innflytjandi og dreifingaraðili ávaxta og grænmetis á Íslandi.

Bananar voru stofnaðir árið 1955 en fyrstu árin voru eingöngu helguð innflutningi og þroskun banana, eins og nafn fyrirtækisins gefur til kynna. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en í dag eru Bananar stærsti innflytjandi og dreifingaraðili í ávöxtum og grænmeti á Íslandi og jafnframt eitt stærsta innflutningsfyrirtæki landsins.

Í dag býður fyrirtækið upp á mikið og gott úrval af bæði íslensku og erlendu grænmeti og ávöxtum allan ársins hring. Vörum er dreift til viðskiptavina sex daga vikunnar, þar af til beggja matvörukeðja Haga. 

Viðskiptavinir Banana eru hátt í 900 talsins og samanstanda þeir af verslunum, veitingahúsum, sjúkrahúsum, skólum, leikskólum, mötuneytum o.fl. Bananar vilja mæta þörfum og kröfum viðskiptavina sinna um góð gæði og fjölbreytt vöruúrval. Til að sinna þessum þörfum sem best, beina Bananar viðskiptum sínum beint til þeirra landa þar sem uppskera á ávöxtum og grænmeti er best hverju sinni.

 

Bananar ehf.
Korngörðum 1 - 104 Reykjavík
Sími: 525-0100

Framkvæmdastjóri:
Kjartan Már Friðsteinsson

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica