Hagkaup

Hagkaup er leiðandi smásölufyrirtæki sem býður breitt úrval af vörum til daglegra þarfa í matvöru, fatnaði, snyrtivöru, húsbúnaði og tómstundavöru.

Hagkaup var stofnað árið 1959 og starfaði fyrstu árin aðeins sem póstverslun. Fyrsta verslunin var opnuð við Miklatorg í Reykjavík árið 1967. Árið 1970 opnaði Hagkaup fyrsta stórmarkað sinn í Skeifunni, þar sem verslunin er starfrækt enn þann dag í dag.

Hagkaup er leiðandi smásölufyrirtæki sem býður breitt úrval af vörum til daglegra þarfa í matvöru, fatnaði, snyrtivöru, húsbúnaði og tómstundavöru. Hagkaup leggur sérstaka áherslu á breitt vöruúrval, ásamt þjónustu og góðu aðgengi að vörum en vöruliðir í matvörudeild eru um 8-10 þúsund og um 30 þúsund í sérvöru, að teknu tilliti til árstíðarbundinna vara.

Þó að Hagar flokki verslanir Hagkaups sem matvöruverslun þá er Hagkaup meðal stærslu smásöluaðila á Íslandi í fatnaði, leikföngum og snyrtivörum. Í sérvöru hefur Hagkaup lagt áherslu á breitt vöruúrval á góðu verði, þar sem leitast er við að viðskiptavinurinn geti gert betri kaup.

Hagkaup rekur átta verslanir, en sex þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu. Hagkaup býður sama verð í verslunum sínum um land allt. Tvær verslanir Hagkaups eru opnar allar sólarhringinn, í Skeifunni og Garðabæ.

Hagkaup
Skútuvogi 5
104 Reykjavík
Sími: 563-5000
Fax:  563-5091
Framkvæmdastjóri:
Sigurður Reynaldsson

  • Hagkaup Smáralind
Þetta vefsvæði byggir á Eplica