Hagkaup

Hagkaup er leiðandi smásölufyrirtæki sem býður breitt úrval af vörum til daglegra þarfa í matvöru, snyrtivöru og leikföngum, ásamt góðu úrvali af fatnaði, tómstundavöru og heimilisvöru.

Hagkaup var stofnað árið 1959 og á starfsemi fyrirtækisins djúpar rætur í íslensku samfélagi enda verið órofinn hluti af verslunarsögu landsins í rúm 60 ár. Hagkaup starfaði fyrstu árin aðeins sem póstverslun og var fyrsta verslunin opnuð við Miklatorg í Reykjavík árið 1967. Árið 1970 opnaði Hagkaup fyrsta stórmarkað sinn í Skeifunni, þar sem verslunin er starfrækt enn þann dag í dag.

Hagkaup er leiðandi smásölufyrirtæki sem býður breitt úrval af vörum til daglegra þarfa í matvöru, snyrtivöru og leikföngum, ásamt góðu úrvali af fatnaði, tómstundavöru og heimilisvöru. Hjá Hagkaup er lögð sérstaka áherslu á breitt vöruúrval, ásamt bestu mögulegu þjónustu og góðu aðgengi að vörum.

Hagkaup hefur unnið ötullega í umhverfismálum sínum á síðustu árum, sem og aðgerðum til að minnka rýrnun og þar með matarsóun. Verslunin hefur kolefnisjafnað rekstur áranna 2018 og 2019 í samvinnu við Kolvið. Stöðugt er unnið að því að minnka plastnotkun innan verslana, sem og að ná auknum orkusparnaði innan verslana með umhverfisvænni orkugjöfum.

Hagkaup rekur átta verslanir, en sex þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu. Hagkaup býður sama verð í verslunum sínum um land allt. Tvær verslanir Hagkaups eru opnar allan sólarhringinn, í Skeifunni og Garðabæ. Hagkaup býður einnig upp á netverslun með matvöru þar sem lögð er áhersla á að bjóða upp á helstu nauðsynjar til heimilisins. Þá rekur Hagkaup tvær MAC snyrtivöruverslanir í Kringlunni og Smáralind.

Hagkaup
Skútuvogi 5
104 Reykjavík
Sími: 563-5000

Framkvæmdastjóri:
Sigurður Reynaldsson

  • Hagkaup Smáralind
Þetta vefsvæði byggir á Eplica