Aðföng

Aðföng er eitt stærsta og tæknivæddasta vöru- og dreifingarfyrirtæki landsins.

Aðföng er innkaupa- og dreifingarmiðstöð á smásölu- og stórnotendamarkaði en starfsemi fyrirtækisins felst í innkaupum, birgðahaldi og dreifingu fyrir verslanir Bónus, Hagkaups og Olís. Aðföng sjá einnig um lagerhald, afgreiðslu, vörumerkingu og tollafgreiðslu sem Hagkaup, Útilíf og Zara þurfa á að halda í sinni sérvörustarfsemi. 

Stærðarhagkvæmni og nýting á tækni er mikilvæg fyrir vöru- og dreifingarfyrirtæki eins og Aðföng til að ná viðeigandi skilvirkni en strikamerki eru mikilvægur þáttur í stýringu vöruhússins og öllum flutningi á vörum. Vöruhús Aðfanga er því sem næst pappírslaust og öflug tölvukerfi halda utan um feril vara frá upphafi til enda.

Innkaup Aðfanga felast annars vegar í viðskiptum við innlenda birgja og hins vegar innflutningi, þ.á.m. eigin vörumerkja. Aðföng vinnur að vöruþróun eigin merkja í samstarfi við matvörukeðjurnar en þar ber hæst vörumerkin Himneskt og Heima. Aðföng flytur einnig inn áfengi fyrir verslanir ÁTVR og er verkefninu stýrt í gegnum Vínföng. Markvisst hefur verið unnið að uppbyggingu í vöruflokknum síðastliðin ár og hefur vörunúmerum fjölgað jafnt og þétt. Einnig hafa Aðföng tekið yfir rekstur Ferskra kjötvara þar sem unnið er kjöt úr nauti, lambi og grís. Ferskar kjötvörur sjá verslunum Hagkaups og Bónus fyrir kjöti, en selja einnig til veitingahúsa og annarra aðila.

Aðföng
Skútuvogi 7 - 104 Reykjavík
Sími: 530-5600

Lárus Óskarsson

 


  • adfong-banner
Þetta vefsvæði byggir á Eplica