Aðalfundur

Meðfylgjandi má sjá niðurstöður aðalfundar Haga hf. sem haldinn var á Hilton Reykjavík Nordica þann 9. júní 2020. Fundurinn hófst kl. 09:00. Tillögur fundarins voru samþykktar svohljóðandi:


1) Ársreikningur (dagskrárliður 2)

Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðanda, var lagður fram og samþykktur samhljóða.

2) Ráðstöfun hagnaðar (dagskrárliður 3)

Tillaga stjórnar Haga hf. um að ekki verði greiddur arður til hluthafa vegna reikningsársins 2019/20 var samþykkt samhljóða.

3) Tillaga um lækkun hlutafjár og breytingu á samþykktum (dagskrárliður 4)

Tillaga stjórnar Haga hf. um lækkun hlutafjár til ógildingar á eigin hlutum að nafnverði kr. 32.709.273 var samþykkt samhljóða. Felur það í sér breytingu á grein 2.1 í samþykktum félagsins þar sem hlutafé félagsins verður lækkað úr kr. 1.213.333.841 að nafnverði í kr. 1.180.624.568 að nafnverði.

4) Þóknun til stjórnarmanna og undirnefnda (dagskrárliður 5)

Tillaga stjórnar Haga hf. um að stjórnarlaun verði óbreytt, þ.e. stjórnarformaður fær greitt kr. 660.000,- á mánuði, varaformaður 495.000,- á mánuði og stjórnarmenn kr. 330.000,- á mánuði og að laun í undirnefndum stjórnar verði kr. 90.000,- á mánuði og að laun formanns verði tvöföld upphæð var samþykkt. Þá var samþykkt að nefndarmönnum tilnefningarnefndar verði greitt skv. reikningi 20 þús. kr. pr/klst.

5) Starfskjarastefna (dagskrárliður 6)

Fyrir fundinum lá tillaga stjórnar að starfskjarastefnu félagsins ásamt skýrslu starfskjaranefndar fyrir nýliðið starfsár. Starfskjarastefnan var samþykkt samhljóða á fundinum.

6) Kosning tilnefningarnefndar (dagskrárliður 7)

Samþykkt var samhljóða tillaga stjórnar Haga að þrír eftirtaldir fulltrúar verðir kjörnir í tilnefningarnefnd félagsins.

1. Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítala

2. Björg Sigurðardóttir, löggiltur endurskoðandi

3. Símon Á. Gunnarsson, löggiltur endurskoðandi

7) Kosning stjórnar og endurskoðanda (dagskrárliður 8)

Í upphafi fundar gerði fundarstjóri grein fyrir fréttatilkynningu sem birt var í gærkvöldi vegna athugasemda Samkeppniseftirlitsins við stjórnarkjör í félaginu. Á meðan á fundi stóð barst staðfesting frá Samkeppniseftirlitinu um að bréfið muni ekki fela í sér sektarbrot og að eftirlitið mun ekki leggjast gegn stjórnarkjöri í Högum. Fór því dagskrárliður fram samkvæmt áður auglýstri dagskrá.

Eftirtaldir aðilar voru kosnir í stjórn félagsins til næsta aðalfundar:

Davíð Harðarson, f. 1976 (820.441.641 atkvæði)

Eiríkur S. Jóhannsson, f. 1968 (820.441.641 atkvæði)

Eva Bryndís Helgadóttir, f. 1972 (568.685.902 atkvæði)

Jensína Kristín Böðvarsdóttir, f. 1969 (769.219.693 atkvæði)

Katrín Olga Jóhannesdóttir, f. 1962 (751.269.731 atkvæði)

Samþykkt var samhljóða að endurskoðunarskrifstofan PricewaterhouseCoopers ehf., kt. 690681-0139, verði endurskoðandi félagsins fyrir komandi rekstrarár.

8) Ákvörðun um heimild stjórnar til kaupa á eigin bréfum (dagskrárliður 9)

Fyrir aðalfundi lá tillaga frá stjórn Haga hf. um að félaginu verði heimilt að kaupa á næstu 18 mánuðum allt að 10% af heildarhlutafé félagsins, í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun, skv. 116. gr. laga um verðbréfaviðskipti eða á grundvelli 1. tölul. 3. mgr. 115. gr. og 2. mgr. 119. gr. laga um verðbréfaviðskipti og reglugerða sem settar eru á grundvelli sömu ákvæða. Tillagan var samþykkt samhljóða.

______________________________________________________________________________________________________________________

Niðurstöður aðalfundar 2020:

Fundargerð aðalfundar 9. júní 2020

Niðurstaða aðalfundar 9. júní 2020

Samþykkt starfskjarastefna á aðalfundi 9. júní 2020

Kynning forstjóra á aðalfundi 9. júní 2020

______________________________________________________________________________________________________________________

Niðurstöður aðalfundar 2019:

Fundargerð aðalfundar Haga 7. júní 2019

Niðurstaða aðalfundar Haga 7. júní 2019

Kynning forstjóra á aðalfundi 7. júní 2019

Gildi - bókun á aðalfundi 7. júní 2019

Samþykkt starfskjarastefna á aðalfundi 7. júní 2019

Samþykktar starfsreglur tilnefningarnefndar á aðalfundi 7. júní 2019

Samþykkt samkeppnisstefna Haga á aðalfundi 7. júní 2019

______________________________________________________________________________________________________________

Fundargerðir og niðurstöður fyrri funda:

Niðurstöður aðalfundar 2020

Fundargerð aðalfundar 2019

Niðurstöður aðalfundar 2019

Fundargerð aðalfundar 2018

Niðurstöður aðalfundar 2018

Fundargerð aðalfundar 2017

Niðurstöður aðalfundar 2017

Fundargerð aðalfundar 2016

Niðurstöður aðalfundar 2016

Fundargerð aðalfundar 2015

Niðurstöður aðalfundar 2015

Fundargerð aðalfundar 2014

Niðurstöður aðalfundar 2014

Fundargerð aðalfundar 2013

Niðurstöður aðalfundar 2013

Fundargerð aðalfundar 2012

Niðurstöður aðalfundar 2012


Þetta vefsvæði byggir á Eplica