Bónus styrkir góðgerðarmál

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, afhenti í gær styrki til þriggja góðgerðarfélaga.
Styrkina hlutu Ljósið – endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra, BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans, og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra sem fékk styrk fyrir sumarbúðir félagsins í Reykjadal. Heildarupphæð styrkjanna var sjö milljónir króna.
„Starfsfólk Bónus óskar þessum aðilum velfarnaðar,“ segir í fréttatilkynningu sem Bónus sendi frá sér í gær.