F&F opnar stærstu tískuvöruverslun utan Reykjavíkur á laugardag
Alþjóðlega tískuvörukeðjan F&F, sem opnaði á 2. hæð Kringlunnar í nóvember sl., opnar aðra verslun í Garðabæ. Verslunin verður stærsta tískuvöruverslun sem opnuð hefur verið utan Reykjavíkur. F&F er við Litlatún í Garðabæ, í húsnæði Hagkaups og með opnuninni verður í fyrsta sinn hægt að versla tískufatnað allan sólarhringinn, en verslunin verður opin alla daga daga vikunnar, 24 tíma á dag.
F&F hefur slegið öll sölumet frá opnun og býður gæða tískufatnað fyrir konur, karla og börn á enn lægra verði en áður hefur þekkst hér á landi.
Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir viðtökur Íslendinga hafa verið ótrúlega góðar.
„Íslendingar kunna augljóslega að meta vörur F&F og við höfum fengið að heyra setningar á borð við „Þetta er bara eins í útlöndum“ og „Ég vissi að verðið væri hagstætt en ekki svona hagstætt“ og það gleður okkur að heyra. Við verðum með troðfulla verslun af spánýjum vörum á verði sem kemur þægilega á óvart.“
Sem dæmi um verð má nefna að gallabuxur verða frá kr. 2.850, dúnúlpur frá kr. 7.890 og langermabolir frá kr. 1.860.
Í ljósi þess hve viðtökurnar hafa verið góðar hefur F&F svo ákveðið að opna fleiri verslanir hér á landi og má reikna með að 5 verslanir verði komnar í fullan rekstur með vorinu.
Nánari upplýsingar veitir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups í síma 563 5000